Allir hópar þurfa að panta tíma. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og bókanir á netfangið: adrenalin(hjá)adrenalin.is
Risarólan og Staurinn er frábær dagskrá fyrir gæsa- og steggjahópa. Þessi dagskrá býður upp á einstakt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt og ekki síst til að fá góða útrás svona rétt áður en stóra stundin rennur upp.
Dagskráin:
Þegar hópurinn kemur á staðinn fá allir afhent klifurbelti og hjálm, ekki þarf sérstaka þjálfun fyrir þessa dagskrá.
Risarólan er um 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann...ekki missa af þessu.
Staurinn er 10 metra há áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp, stendur á toppnum og stekkur fram af...ef þú þorir.
Athugið að þrátt fyrir að Risarólan og Staurinn sé lang vinsælasta dagskráin fyrir gæsa- og steggjahópa þá er einnig hægt að panta aðra dagskrá þ.e.:
Þrautabrautina, Risaróluna og Staurinn, verð 7.900 kr.
Þrautabrautina og Risaróluna, verð 6.900 kr.
Þrautabrautina og Staurinn, verð 6.900 kr.
Í hnotskurn:
Verð: 4.900 kr. á mann.
Tímabil: Mars - október.
Opnunartími: Fimmtudagar, föstudagar, laugardagar og sunnudagar frá 10:00 til 17:00 (til 20. ágúst).
Tímalengd: 1/2 klst. - 1 1/2 klst. (fer eftir stærð hópsins).
Hópastærð: Lágmarksfjöldi utan opnunartíma er 15 manns og hámarksfjöldi 24. (Ekkert lágmark er á opnunartíma - júní - ágúst).
Útbúnaður: Góðir skór s.s. léttir gönguskór eða íþróttaskór og útivistarfatnaður sem hæfir veðri s.s. hlý og vatnsheld föt, buff undir hjálma og fingravetlingar. Gott er að taka létt nesti með í garðinn ásamt vatnsbrúsa þar sem ekkert rennandi vatn er á staðnum.
Innifalið: Klifurbelti og hjálmur.
Aðstaða: Athugið að inniaðstaða er lítil sem engin og ekkert rennandi vatn. Salerni á staðnum.
Veitingar: Ekki er hægt að kaupa veitingar í Adrenalíngarðinum en leyfilegt er að taka með nesti og borða á staðnum. Hótel ION er staðsett í næsta nágrenni (700m fjarlægð).
Annað: Ekki er æskilegt að ófrískar konur eða bakveikt fólk fari í þrautirnar í Adrenalíngarðinum.
Ármúli 40 - IS-108 Reykjavik
Sími: 414 2910
adrenalin(at)adrenalin.is