Starfsmannaferðir
Staðsetning

Starfsmannaferðir

greinam-adrenaling01

 

Starfsmannahópar (fjöldi: 10 - 100)

- Góð leið til að hrista hópinn saman

 

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og bókanir á netfangið: adrenalin(hjá)adrenalin.is

 

Adrenalingarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum henta einkar vel til að hrista hópinn saman, en ekki síður til að eiga skemmtilegan dag og njóta útivistar í fallegu umhverfi.

 

Dagskráin:

Þegar hópurinn mætir í Adrenalíngarðinn fá allir afhent klifurbelti og hjálm. Áður en haldið er af stað í þrautirnar eru öryggisatriðin kynnt og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í sérstakri æfingabraut. Eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.

Adrenalíngarðurinn samanstendur af eftirfarandi þrautum:

Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð, ásamt lengstu svifbraut landsins. Prófaðu...þú sér ekki eftir því.

Risarólan er um 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann...ekki missa af þessu.

Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp, stendur á toppnum og stekkur fram af...ef þú þorir.

Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.

 

Í hnotskurn:

Verð: Vinsamlegast hafði samband við skrifstofu.

Tímabil: 1. mars - 31 október.

Opnunartími: Eftir samkomulagi.

Tímalengd: 2 - 3 tímar, fer eftir stærð hópsins.

Hópastærð: lágmark 10 og hámark 100.

Útbúnaður: Góðir skór s.s. léttir gönguskór eða íþróttaskór og útvistarfatnaður sem hæfir veðri s.s. hlýjar og vatnsheldar yfirhafnir, buff undir hjálma og fingravettlingar.  

Innifalið: Klifurbelti og hjálmur.

Aðstaða: Ekki er rennandi kalt/heitt vatn í garðinum. Athugið að inniaðstaða er mjög lítil.  Ion hótel staðsett skammt frá Adrenalíngarðinum. 

 

 

Staðsetning

Staðsetning:

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km. frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn er um Nesjavallaleið, ca. 35 mín. akstur:

Akið eftir þjóðvegi 1Suðurlandsveg frá Reykjavík í átt að Selfossi framhjá Rauðavatni - um 3 km fjarlægð frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, vegur 435 og ekið sem leið liggur vegin á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til Hægri á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km. á Nesjavelli.

 

 ADR kort

Footer_Adrenalin_ehf

adrenalin 150x35px II

Ármúli 40 - IS-108 Reykjavik
Sími: 414 2910
adrenalin(at)adrenalin.is

Footer_Logo

tour operator transp saf logo m bakgr  saf nysk verdl 2005

 

Skrá inn