Skip to content

ADRENALÍNGARÐURINN

Á NESJAVÖLLUM

OPIÐ FYRIR HÓPA EFTIR SAMKOMULAGI - OPNAR AFTUR FYRIR ENSTAKLINGA Í MAÍ

Fjörið er byrjað!

ADRENALÍNGARÐURINN ER STÆRSTI OG EINI ÞRAUTAGARÐUR SINNAR TEGUNDAR Á ÍSLANDI

Adrenalíngarðurinn býður upp á skemmtilega slökun og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn. Þrautabrautin samanstendur af 50 þrautum meðfram 85m langri zip-línu. Þrautirnar eru mismunandi og prófa mismunandi þætti eins og jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar henta flestum, bæði léttar og krefjandi, en við leggjum mikla áherslu að allir finni þá áskorun sem hentar þeim. Risaróllan sívinsæla hentar öllum en hún er sú hæsta á landinu. Í Risarólunni gefst fólki kostur á að vera lyft upp í allt að hæð í 12 m og slepptu svo…ekki missa af þessu. Fyrir hópa höfum við Staurinn sem er 12 metra hár og býður upp á ógleymanlega upplifun fyrir þá sem þora. Andrúmsloftið sem skapaðist þegar einhver úr hópnum „leggur l’ann“ er einstakur.

Einstaklingar & Fjölskyldur

FRÁBÆR SKEMMTUN Í STÓRBROTNU UMHVERFI

Fyrirtaks samverustund í fallegu umhverfi. Adrenalíngarðuinn býður upp á margar geggjaðar áskoranir við allra hæfi.
Þorir þú?

STARFSMANNAHÓPAR

Hópar

SKEMMTILEGT OG FJÖRUGT HÓPEFLI

Adrenalíngarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum eru í 1m, 5m og 10m hæð henta vel til að hrista hópinn saman, en ekki síður til að eiga góða samverustund og njóta útivistar í fallegu umhverfi.

VINAHÓPAR

OFFERS

NJÓTTU ALLS ÞESS SEM SVÆÐIÐ HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA

Adrenalingarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum henta einkar vel til að hrista hópinn saman, en ekki síður til að eiga skemmtilegan dag og njóta útivistar í fallegu umhverfi.

VINAHÓPAR

ÆVINTÝRI OG FONTANA

VINAHÓPAR

RISARÓLAN OG KÖFUN Í SILFRU

Nýtt aðtöðuhús

AÐSTAÐAN

Adrenalingarðurinn er stöðugt í endurnýjun og sumarið 2021 var skipt um öryggiskerfi í Adrenalíngarðinum. Kerfið býður uppá þann möguleika að nú geta tveir verið í hverri þraut á sama tíma og þannig hjálpast að við að komast yfir. Eins hefur þrautum verið bætt við og/eða breytt.

Við Adrenalíngarðinn er að finna nýtt upphitað þjónustuhús með stórum gluggum og útsýni yfir þrautabrautina þar sem hægter að njóta þess að borða nesti og hvíla sig á þrautunum.

Þurrsalerni er á staðnum.

Næsti veitingastaður við Adrenalíngarðinn er á Ion hóteli, sem er í um 700 m fjarlægð.

ADRENALÍNGARÐURINN BÝÐUR UPPÁ FJÖR OG SKEMMTUN OG GÓÐA AÐSTÖÐU FYRIR HLÁTUR OG NESTI

Adrenalíngarðurinn er aðeins um 35 km frá höfuðborgarsvæðinu.

Adrenalíngarðurinn býður upp á skemmtilega afþeyingu og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn.
Þrautabrautin samanstendur af 50 þrautum ásamt 85m langri sviflínu (zip-line). Þrautirnar eru mismunandi og  reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi en við leggjum mikla áherslu á að allir finni þá áskorun sem hentar hverju sinni.
Risarólan sívinsæla hentar öllum en hún er sú hæsta á landinu. Í Risarólunni gefst fólki tækifæri til að láta hífa sig upp í allt að 12 m hæð og sleppa síðan…ekki missa af þessu.

Fyrir hópa höfum við Staurinn, sem er 12 metra hár og felur í sér ógleymanlega lífsreynslu fyrir þá sem þora. Stemningin sem myndast þegar einhver úr hópnum „leggur í’ann“ er einstök. 

ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur u.þ.b. 35 mín. í akstri:

Akið eftir Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni. Um 3 kílómetrum frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, veg 435, og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri inn á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.