FJÖR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
EINSTAKLINGAR / FJÖLSKYLDUR
FRÁBÆR SKEMMTUN Í STÓRBROTNU UMHVERFI
Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi, staðsettur í fallegu umhverfi Nesjavalla, aðeins um 35 km frá höfuðborgarsvæðinu.
Staðurinn býður upp á skemmtilega afþeyingu og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn. Í garðinum er að finna fjöldann allan af mismunandi þrautum sem reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi en við leggjum mikla áherslu á að allir finni þá áskorun sem hentar hverju sinni.
Áskorun að eigin vali
Tímabil og opnunartími: Sjá bókunarvél.
Verð: Mismunandi eftir dögum, sjá nánar á bókunarvélinni.
Nánari lýsing:
Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð, ásamt Zip-Line og QuickFlight falltæki (nýtt sumar 2022). Prófaðu… þú sérð ekki eftir því.
Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann… ekki missa af þessu.
Tími: ca 2 tímar, fer eftir dagskrá, fjölda í garðinum og áhuga þátttakanda 🙂
Krakkar, 6 – 9 ára, þurfa að vera í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þá í Þrautabrautinni.
Klifurbúnaður er ekki vottaður fyrir meiri þyngd en 120 kg og samkvæmt Evrópustaðli getum við ekki tekið á móti þyngri einstaklingum í garðinn.
ÖRYGGI
ÖRYGGI SKIPTIR OKKUR ÖLLU MÁLI!
Adrenalíngarðurinn er meðlimur í evrópskum samtökum þrautabrauta (rope course) ERCA og fylgir því ítrustu kröfum og Evrópustöðlum um byggingu garðsins, öryggisbúnað, þjálfun starfsfólks og öryggi þátttakenda. Öryggisbúnaðurinn í garðinum er yfirfarinn reglulega og var allur búnaðurinn endurnýjaður í júlí 2021 og nýtt öryggiskerfi tekið í notkun.
Athugið að klifurbúnaður er ekki vottaður fyrir meiri þyngd en 120 kg og samkvæmt Evrópustaðli getum við ekki tekið á móti þyngri einstaklingum í garðinn.
AÐSTAÐAN
Vegna tilmæla frá Orkuveitu Reykjavíkur getum við ekki mælt með því að vaða í læknum, sem rennur við Adrenalíngarðinn. Um er að ræða affall frá Hellisheiðarvirkjun og við vörum við því að hitastigið getur hækkað mjög snögglega í það vera hættulegt!
FYRIRTAKS SKEMMTUN FYRIR HÓPA AF ÖLLU TAGI...
AdrenalÍngarðurinn er stöðugt í endurnýjun og sumarið 2021 var skipt um öryggiskerfi í garðinum sem býður upp á þann möguleika að nú geta fleira verið í hverri þraut á sama tíma og þannig hjálpast að við að komast yfir. Eins hefur þrautum verið bætt við og/eða breytt.
Við Adrenalíngarðinn er að finna lítið upphitað þjónustuhús og stendur til að bæta þá aðstöðu enn frekar.
Þurrsalerni er á staðnum.
ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK
Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.
Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur u.þ.b. 35 mín. í akstri:
Akið eftir Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni. Um 3 kílómetrum frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, veg 435, og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri inn á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.
Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.