Skip to content

Staðsetning

ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTRI FRÁ REYKJAVÍK

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur um 35 mínútur í akstri:

Akið eftir þjóðvegi 1, Suðurlandsveg, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni – í um 3 km fjarlægð frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, vegur 435 og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.