ÆVINTÍRALEGA SKEMMTILEGT!
Einstaklingar & Fjölskyldur
FRÁBÆR SKEMMTUN Í STÓRBROTNU UMHVERFI
Fyrirtaks samverustund í fallegu umhverfi. Adrenalíngarðuinn býður upp á margar geggjaðar áskoranir við allra hæfi.
Þorir þú?
Hópar
SKEMMTUN FYRIR HÓPA AF ÖLLU TAGI...
Adrenalíngarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum eru í 1m, 5m og 10m hæð henta vel til að hrista hópinn saman, en ekki síður til að eiga góða samverustund og njóta útivistar í fallegu umhverfi.
OFFERS
NJÓTTU ALLS ÞESS SEM SVÆÐIÐ HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA
Adrenalingarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum henta einkar vel til að hrista hópinn saman, en ekki síður til að eiga skemmtilegan dag og njóta útivistar í fallegu umhverfi.
AÐSTAÐAN
Adrenalingarðurinn er stöðugt í endurnýjun og sumarið 2021 var skipt um öryggiskerfi í Adrenalíngarðinum. Kerfið býður uppá þann möguleika að nú geta tveir verið í hverri þraut á sama tíma og þannig hjálpast að við að komast yfir. Eins hefur þrautum verið bætt við og/eða breytt.
Við Adrenalíngarðinn er að finna lítið upphitað þjónustuhús og stendur ti að bæta þá aðstöðu enn frekar í sumar. þjónustuhús verður reyst þar í sumar en ætlunin er að það verði komið í notkun í júlí.
Þurrsalerni er á staðnum.
Næsti veitingastaður við Adrenalíngarðinn er á Ion hóteli, sem er í um 700 m fjarlægð.
ADRENALÍNGARÐURINN ER STÆRSTI OG EINI ÞRAUTAGARÐUR SINNAR TEGUNDAR Á ÍSLANDI!
Adrenalíngarðurinn er aðeins um 35 km frá höfuðborgarsvæðinu.
Adrenalíngarðurinn býður upp á skemmtilega afþeyingu og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn.
Þrautabrautin samanstendur af 50 þrautum ásamt 85m langri sviflínu (zip-line). Þrautirnar eru mismunandi og reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi en við leggjum mikla áherslu á að allir finni þá áskorun sem hentar hverju sinni.
Risarólan sívinsæla hentar öllum en hún er sú hæsta á landinu. Í Risarólunni gefst fólki tækifæri til að láta hífa sig upp í allt að 12 m hæð og sleppa síðan…ekki missa af þessu.
ÖRYGGI
ÖRYGGI SKIPTIR OKKUR ÖLLU MÁLI!
Adrenalíngarðurinn er meðlimur í evrópskum samtökum hábrauta og fylgir því ítrustu kröfum um öryggisbúnað, þjálfun starfsfólks og öryggi þátttakenda. Öryggisbúnaðurinn í garðinum er endurnýjaður reglulega og var allur búnaður endurnýjaður í júlí 2021.
ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK
Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.
Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur u.þ.b. 35 mín. í akstri:
Akið eftir Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni. Um 3 kílómetrum frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, veg 435, og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri inn á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.
Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.