Skip to content

ADRENALÍNGARÐURINN

Á NESJAVÖLLUM

ÁSKORUN AÐ EIGIN VALI

HÓPADAGSKRÁ

HÓPADAGSKRÁ

GEGGJUÐ SKEMMTUN FYRIR HÓPA AF ÖLLU TAGI...

Adrenalíngarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir
hópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum henta einkar vel til að hrista
hópinn saman, en ekki síður til að eiga góða samverustund og njóta útivistar í
fallegu umhverfi.

Eitthvað við flestra hæfi...

í upphafi eru öryggisatriðin kynnt og eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.

Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð ásamt
sviflínu (zip-line). Prófaðu…þú sér ekki eftir því. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að allir þurfa að vera allsgáðir í Þrautabrautinni.

Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann…ekki missa af þessu.

Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp,
stendur á toppnum og stekkur fram af…ef þú þorir.
Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.

VINAHÓPAR
STARFSMANNAHÓPAR

STARFSMANNAHÓPAR

FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ BRJÓTA UPP HVERSDSLEIKANN!

Adrenalíngarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir
starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum eru fjölbreyttar og henta vel til að hrista
hópinn saman. Hver og einn velur sér áskoranir við hæfi. Njótið samverustundar og útivistar í fallegu umhverfi.

SKÓLAHÓPAR

SKÓLAHÓPAR

FÁTT ER BETRA EN AÐ LOSA ORKU Í ADRENALÍNGARÐINUM...

Vinsælt er að koma með skólahópa í garðinn, bæði á haustin í hópeflisferðir og á vorin í vorferðir. Til að tryggja þínum nemendahóp tíma er betra að vera í sambandi tímalega því sumir dagar á vorin eru fljótir að fyllast. 

Starfsmenn Adrenalíngarðsins vinna eftir hugmyndafræðinni áskoranir að eigin vali og hvetja þeir ungmennin til að velja þrautir við hæfi og að njóta þess að leika sér í garðinum á eigin forsendum.

Dagskrá skólahópanna felur í sér aðgang að Þrautabrautinni, Risarólunni og Staurnum.

Gæsir og steggir

GÆSA- /STEGGJAHÓPAR

HJARTAÐ SLÆR HRAÐAR...

Risarólan og Staurinn er frábær dagskrá fyrir gæsa- og steggjahópa.
Þessi dagskrá býður upp á einstakt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og
skemmtilegt og ekki síst til að fá góða útrás svona rétt áður en stóra stundin
rennur upp.
Þegar hópurinn kemur á staðinn fá allir afhent klifurbelti og hjálm, ekki þarf
sérstaka þjálfun fyrir þessa dagskrá.
Risarólan er um 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem
þú vilt og þú togar í spottann…ekki missa af þessu.
Staurinn er 10 metra há áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp, stendur á
toppnum og stekkur fram af…ef þú þorir.

VINAHÓPAR

VINAHÓPAR

ER EKKI KOMINN TÍMI Á AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT OG SPENNANDI?

Er þinn vinahópur að leita að einhverju nýju til að gera saman?

Heimsókn í Adrenalíngarðinn býður upp á einstakt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt og kynnast vinum sínum á nýjan hátt.

Hvort sem þið komið í garðinn og farið saman í gegnum Þrautabrautina eina og sér eða bætið við Risarólunni og/eða Staurnum þá er nokkuð víst að þið skapið saman minningar í sögum og myndum. 

 

AFMÆLI

AFMÆLI

ÆVINTÝRALEGT AFMÆLI!

Fyrst fara allir í Risaróluna og reyna sig við Staurinn og af því loknu er Þrautabrautin opin þar sem hver getur valið sína áskorun!

Getur afmælisbarnið staðið uppi á Staurnum á meðan gestirnir syngja afmælissönginn? 

ÖRYGGI

ÖRYGGI

ÖRYGGI SKIPTIR OKKUR ÖLLU MÁLI!

Adrenalíngarðurinn er meðlimur í evrópskum samtökum þrautabrauta (rope course) ERCA og fylgir því ítrustu kröfum og Evrópustöðlum um byggingu garðsins, öryggisbúnað, þjálfun starfsfólks og öryggi þátttakenda. Öryggisbúnaðurinn í garðinum er yfirfarinn reglulega og var allur búnaðurinn endurnýjaður í júlí 2021 og nýtt öryggiskerfi tekið í notkun.

Athugið að klifurbúnaður er ekki vottaður fyrir meiri þyngd en 120 kg og samkvæmt Evrópustaðli getum við ekki tekið á móti þyngri einstaklingum í garðinn.

AÐSTAÐAN

SKEMMTUN FYRIR HÓPA AF ÖLLU TAGI...

Adrenalíngarðurinn er stöðugt í endurnýjun og sumarið 2021 var skipt um öryggiskerfi í garðinum sem býður upp á þann möguleika að nú geta fleira verið í hverri þraut á sama tíma og þannig hjálpast að við að komast yfir. Eins hefur þrautum verið bætt við og/eða breytt.

Við Adrenalíngarðinn er að finna lítið upphitað þjónustuhús og stendur til að bæta þá aðstöðu enn frekar.

Þurrsalerni er á staðnum.

AÐSTAÐAN 2

ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTRI FRÁ REYKJAVÍK

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km. frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið, um 35 mínútna akstur:

Akið eftir þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni – í um 3 km fjarlægð frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, vegur 435 og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.