Skip to content

Skólahópar

Í ADRENALÍNGARÐINUM Á NESJAVÖLLUM

FRÁBÆR DAGSKRÁ FYRIR SKÓLAHÓPA

Skólahópar í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum

Stökktu, fljúgðu, klifraðu...fjörið er í Adrenalíngarðinum!

Þrautabraut – Zip-lína – Falltæki – Risaróla og Staurinn.
ALLUR PAKKINN ER VINSÆLASTA DAGSKRÁIN HJÁ SKÓLAHÓPUM

Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi, staðsettur í fallegu umhverfi Nesjavalla, aðeins um 35 km frá

höfuðborgarsvæðinu.

Adrenalíngarðurinn býður upp á skemmtilegt hópefli og útivist. Í garðinum er að finna fjöldann allan af mismunandi þrautum sem reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi.

Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð, ásamt Zip-línu og QuickFlight falltækinu – sem er ótrúlega skemmtileg áskorun.

Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann… ekki missa af þessu.

Tími: u.þ.b. 2 til 3 tímar, fer eftir dagskrá, fjölda í garðinum og áhuga þátttakenda.

Við notum Edilrid Smart Belay X öryggiskerfi – eitt besta kerfi sem völ er á og tryggir ánægjulega upplifun.

Hámarksþyngd er 120 kg. þar sem klifurbúnaður er ekki vottaður fyrir meiri þyngd en það.

Hvað er innifalið?

Innifalið:
– Þrautabrautin – Zip-lína – Quick Flight falltæki – Risarólan – Staurinn
– Dagskrá tekur u.þ.b. 3 klst.
– Aðgangur að aðstöðuhúsi – tilvalið til að borða nestið.
– Aðgangur að grilli
– Öryggisbúnaður: Klifurbelti, hjálmur og Edilrid Smart Belay X öryggishalar.

Athugið

Dagskráin tekur 1,5 til 3 klst. Það fer eftir dagskrá sem valin er, fjölda í garðinum á hverjum tíma og áhuga þátttakenda.

Engar veitingar eru í boði í Adrenalíngarðinum – Ion hótel er 800m frá og þar er veitingastaður. Það er hægt að fá matarvagn á staðinn eða aðgang að grilli ef hópar vilja grilla. Eins er vinsælt að fara eftir dagskrá í Eldskálann á Laugarvatni eða í mat á Brú

Hámarksþyngd er 120 kg. þar sem klifurbúnaður er ekki vottaður fyrir meiri þyngd en það.

Aldurstakmark er 6 ára. Krakkar, 6 – 9 ára og/eða lægri en 130cm, þurfa að vera í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þá í Þrautabrautinni.

Við notum Edilrid Smart Belay X öryggiskerfi – eitt besta kerfi sem völ er á og tryggir ánægjulega upplifun.

Allir fá þjálfun í notkun á öryggisbúnaðinum áður en farið er í brautina.

Engin sérstök reynsla í klifri nauðsynleg.

Hvað þarf ég að taka með?

Gott að hafa með:
– Það er gott að vera í striga- eða gönguskóm.
– Hlý og góð föt til útivistar – vindheldan jakka.
– Hárteygju fyrir þá sem eru með sítt hár.
– Gott að vera með fingravettlinga.

Bóka

SKÓLAHÓPAR

Skólahópar

FÁTT ER BETRA EN AÐ LOSA ORKU Í ADRENALÍNGARÐINUM...

Vinsælt er að koma með skólahópa í garðinn, bæði á haustin í hópeflisferðir og á vorin í vorferðir. Til að tryggja þínum nemendahóp tíma er betra að vera í sambandi tímalega því sumir dagar á vorin eru fljótir að fyllast. 

Starfsmenn Adrenalíngarðsins vinna eftir hugmyndafræðinni áskoranir að eigin vali og hvetja þeir ungmennin til að velja þrautir við hæfi og að njóta þess að leika sér í garðinum á eigin forsendum.

Dagskrá skólahópanna felur í sér aðgang að Þrautabrautinni, Risarólunni og Staurnum.

Eitthvað við flestra hæfi...

í upphafi eru öryggisatriðin kynnt og eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.

Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð ásamt
sviflínu (zip-line). Prófaðu…þú sér ekki eftir því. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að allir þurfa að vera allsgáðir í Þrautabrautinni.

Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann…ekki missa af þessu.

Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp,
stendur á toppnum og stekkur fram af…ef þú þorir.
Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.

VINAHÓPAR

ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur u.þ.b. 35 mín. í akstri:

Akið eftir Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni. Um 3 kílómetrum frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, veg 435, og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri inn á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.