Gott að vita
Gott að vita
Adrenalingarðurinn er stöðugt í endurnýjun og sumarið 2021 var skipt um öryggiskerfi í Adrenalíngarðinum. Kerfið býður uppá þann möguleika að nú geta tveir verið í hverri þraut á sama tíma og þannig hjálpast að við að komast yfir. Eins hefur þrautum verið bætt við og/eða breytt.
Við Adrenalíngarðinn er að finna nýtt upphitað þjónustuhús með stórum gluggum þar sem gestir geta yljað sér, fengið sér nesti og horft á þátttakendur reyna sig við hinar ýmsu þrautir.
Þurrsalerni er á staðnum.
Næsti veitingastaður við Adrenalíngarðinn er á Ion hóteli, sem er í um 700 m fjarlægð.
GOTT AÐ VITA
Adrenalíngarðurinn er aðeins um 35 km frá höfuðborgarsvæðinu.
Adrenalíngarðurinn býður upp á skemmtilega afþeyingu og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn.
Þrautabrautin samanstendur af 50 þrautum ásamt 85m langri sviflínu (zip-line). Þrautirnar eru mismunandi og reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi en við leggjum mikla áherslu á að allir finni þá áskorun sem hentar hverju sinni.
Risarólan sívinsæla hentar öllum en hún er sú hæsta á landinu. Í Risarólunni gefst fólki tækifæri til að láta hífa sig upp í allt að 12 m hæð og sleppa síðan…ekki missa af þessu.