Einstaklingar
Staðsetning

Einstaklingar

greinam-adrenaling01

Áskorun að eigin vali

- Skemmtileg útivist í fallegu umhverfi

Tímabil: júní, júlí og ágúst

Opnunardagar: fimmtudag til sunnudags.

Opnunartími: 10:00 - 17:00.

     *Ath! Síðasta tækifæri til að byrja í Þrautabrautinni er kl. 15:00.

Bókanir: fyrir hópa - adrenalin(hjá)adrenalin.is

Staðsetning: Nesjavellir eru staðsettir í um 35 mínútna akstri frá höfuðborginni, sjá kort hér fyrir neðan.

Hægt er að velja mismunandi þrautir allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Hægt er að kaupa hverja þraut fyrir sig en einnig er hægt að setja saman tvær eða þrjár þrautir, sjá verðlista. 

Adrenalíngarðurinn samanstendur af eftirfarandi þrautum:

Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð, ásamt lengstu svifbraut landsins sem er um 85m löng. Prófaðu... þú sérð ekki eftir því.

Risarólan er um 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann... ekki missa af þessu.

Staurinn,  krefjandi 10m há áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp, stendur á toppnum og stekkur fram af... ef þú þorir. 

Tími: 1 - 3 tímar, fer eftir dagskrá. Dæmi: Ef Þrautabrautin er valin eingöngu þá tekur dagskráin um 2 klst. en ef t.d. Risarólunni er bætt við þá tekur dagskráin um 2,5 tíma.

Verðskrá sumar 2020
Fullorðnir (+16 ára)
Vörur/þrautir Verð Tími
Þrautabrautin 4.900 2 til 3 klst.
Þrautabrautin og Risarólan 6.900 2 til 3  klst.
Þrautabrautin, Risarólan og Staurinn 7.900 2 til 3  klst.


Börn/Unglingar (9-15 ára)
Vörur/þrautir Verð Tími
Þrautabrautin 3.900 2 til 3 klst.
Þrautabrautin og Risarólan 5.900 2 til 3  klst.
Þrautabrautin, Risarólan og Staurinn 6.900 2 til 3  klst.


Börn (6 -8 ára) – mega eingögu vera í þrautum í 1 meters hæð og fara í Risaróluna
Vörur/þrautir Verð Tími
Þrautabrautin og Risarólan 2.900 1 til 2  klst.


Gæsir  &  Steggir
Vörur/þrautir Verð Tími
Risarólan og Staurinn 4.900 1 klst.
Bara Risarólan 3.900 40 mín.
Bara Staurinn 3.900 40 mín.
 

 

Börn (6 - 8 ára)

Þessi aldur fær að fara í Þrautabrautina (1m í fylgd með fullorðnum) og Risaróluna.

 
Dagskráin:

1. Þátttakendur mæta á staðinn rétt fyrir áætlaðan tíma.

2. Starfsmenn Adrenalíngarðsins taka á móti þátttakendum og afhenda klifurbelti og hjálma.

3. Leiðbeinandi kynnir helstu atriði og þátttakendur fá þjálfun í æfingabraut sem staðsett er á jafnsléttu.

4. Að kynningu og þjálfun lokinni halda þátttakendur af stað í þrautir að eigin vali.

5. Þegar dagskránni lýkur skila þátttakendur klifurbelti og hjálmi til leiðbeinanda.

 

Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi, staðsettur í fallegu umhverfi Nesjavalla, aðeins um 35 km frá höfuðborgarsvæðinu.

Staðurinn býður upp á skemmtilega afþeyingu og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn. Í garðinum er að finna fjöldann allan af mismunandi þrautum sem reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi en við leggjum mikla áherslu á að allir finni þá áskorun sem hentar hverju sinni. 

Í hnotskurn: 

Tímabil: Júní, júlí og ágúst.

Opnunartími: fimmtudag til sunnudags. frá 10:00 til 17:00.

   Athugið að síðasta tækifæri til að fara í Þrautabrautina er kl. 15:00.

Tímalengd: 2 - 3 tímar.

Hópa stærð: ekkert lámark á opnunartíma, en ef fleiri en 10 bóka í einu þá þarf að hafa samband við skrifstofu.

Lágmarksaldur: 6 ára í Þrautabraut 1 meter og Risarólu. 9 og eldri komast í allar þrautir.
   Athugið að börn 6 - 8 ára fá aðeins að fara í Þrautabrautina (1m í fylgd með fullorðnum) og Risaróluna.

Útbúnaður: Fatnaður sem hæfir veðri s.s.þægilegir skór (íþróttaskór eða léttir gönguskór), hlý og regnheld föt, húfur (buff eru góð undir hjálmana) og vettlingar (fingravettlingar henta mjög vel). Gott er að taka létt nesti með í garðinn.

Innifalið: Klifurbelti og hjálmar.

Salerni: Já.

Veitingar: Ekki er hægt að kaupa veitingar í Adrenalíngarðinum en hótel Ion er staðsett í næsta nágrenni, í 700m fjarlægð. Leyfilegt er að borða nesti á staðnum en við viljum benda á að inniaðstaða er mjög lítil. Gott er að taka með vatnsbrúsa þar sem ekkert rennandi vatn er á staðnum.

Annað: Ekki er æskilegt að ófrískar konur og bakveikt fólk fari í þrautirnar.

ADR kort

 

Staðsetning

Staðsetning:

Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km. frá Nesjavallavirkjun.

Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn er um Nesjavallaleið, ca. 35 mín. akstur:

Akið eftir þjóðvegi 1Suðurlandsveg frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni - um 3 km fjarlægð frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, vegur 435 og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.

Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.

 

ADR kort

 

Footer_Adrenalin_ehf

adrenalin 150x35px II

Ármúli 40 - IS-108 Reykjavik
Sími: 414 2910
adrenalin(at)adrenalin.is

Footer_Logo

tour operator transp saf logo m bakgr  saf nysk verdl 2005

 

Skrá inn