FJÖR OG FJÖLBREYTT HÓPEFLI
Hópar í Adrenalíngarðinum Nesjavöllum
Stökktu, fljúgðu, klifraðu...fjörið er í Adrenalíngarðinum!
Þrautabraut – Zip-lína – Falltæki – Risaróla
Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi, staðsettur í fallegu umhverfi Nesjavalla, aðeins um 35 km frá
höfuðborgarsvæðinu.
Adrenalíngarðurinn býður upp á skemmtilegt hópefli og útivist. Í garðinum er að finna fjöldann allan af mismunandi þrautum sem reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi.
Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð, ásamt Zip-línu og QuickFlight falltækinu – sem er ótrúlega skemmtileg áskorun.
Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann… ekki missa af þessu.
Tími: u.þ.b. 2 tímar, fer eftir dagskrá, fjölda í garðinum og áhuga þátttakenda.
Við notum Edilrid Smart Belay X öryggiskerfi – eitt besta kerfi sem völ er á og tryggir ánægjulega upplifun.
Hvað er innifalið?
Innifalið:
– Þrautabrautin – Zip-lína – Quick Flight falltæki – dagskrá tekur u.þ.b. 2 klst.
– Risarólan ef bókuð.
– Aðgangur að aðstöðuhúsi – tilvalið til að borða nestið.
– Öryggisbúnaður: Klifurbelti, hjálmur og Edilrid Smart Belay X öryggishalar.
– Aðgangur að grilli
Athugið
Dagskráin tekur 1,5 til 3 klst. Það fer eftir dagskrá sem valin er, fjölda í garðinum á hverjum tíma og áhuga þátttakenda.
Engar veitingar eru í boði í Adrenalíngarðinum – Ion hótel er 800m frá og þar er veitingastaður. Það er hægt að fá matarvagn á staðinn eða aðgang að grilli ef hópar vilja grilla. Eins er vinsælt að fara eftir dagskrá í Eldskálann á Laugarvatni eða í mat á Brú
Við notum Edilrid Smart Belay X öryggiskerfi – eitt besta kerfi sem völ er á og tryggir ánægjulega upplifun. Hámarksþyngd er 120 kg. þar sem klifurbúnaður er ekki vottaður fyrir meiri þyngd en það.
Allir fá þjálfun í notkun á öryggisbúnaðinum áður en farið er í brautina.
Engin sérstök reynsla í klifri nauðsynleg.
Hvað þarf ég að taka með?
Gott að hafa með:
– Það er gott að vera í striga- eða gönguskóm.
– Hlý og góð föt til útivistar – vindheldan jakka.
– Hárteygju fyrir þá sem eru með sítt hár.
– Gott að vera með fingravettlinga.
Bóka
Fyrirtækjahópar
FRÁBÆR SKEMMTUN Í STÓRBROTNU UMHVERFI
Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi, staðsettur í fallegu umhverfi Nesjavalla, aðeins um 35 km frá höfuðborgarsvæðinu.
Staðurinn býður upp á skemmtilega afþeyingu og útivist, bæði fyrir fullorðna og börn. Í garðinum er að finna fjöldann allan af mismunandi þrautum sem reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu. Þrautirnar eru við flestra hæfi, bæði léttar og krefjandi en við leggjum mikla áherslu á að allir finni þá áskorun sem hentar hverju sinni.
Eitthvað við flestra hæfi...
í upphafi eru öryggisatriðin kynnt og eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.
Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð ásamt
sviflínu (zip-line). Prófaðu…þú sér ekki eftir því. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að allir þurfa að vera allsgáðir í Þrautabrautinni.
Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann…ekki missa af þessu.
Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp,
stendur á toppnum og stekkur fram af…ef þú þorir.
Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.
ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK
Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.
Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur u.þ.b. 35 mín. í akstri:
Akið eftir Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni. Um 3 kílómetrum frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, veg 435, og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri inn á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.
Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.