í upphafi eru öryggisatriðin kynnt og eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.
Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð ásamt sviflínu (zip-line). Prófaðu…þú sér ekki eftir því. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að allir þurfa að vera allsgáðir í Þrautabrautinni.
Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann…ekki missa af þessu.
Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp, stendur á toppnum og stekkur fram af…ef þú þorir. Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.