HERE GOES A TEXT
Starfsmannahópar
FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ BRJÓTA UPP HVERSDSLEIKANN!
Adrenalíngarðurinn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær kostur fyrir
starfsmannahópa. Þrautirnar í Adrenalíngarðinum eru fjölbreyttar og henta vel til að hrista
hópinn saman. Hver og einn velur sér áskoranir við hæfi. Njótið samverustundar og útivistar í fallegu umhverfi.
Eitthvað við flestra hæfi...
í upphafi eru öryggisatriðin kynnt og eftir það velur hver og einn þær þrautir sem hæfa.
Þrautabrautin inniheldur um 50 mismunandi þrautir í 1m, 5m og 10m hæð ásamt
sviflínu (zip-line). Prófaðu…þú sér ekki eftir því. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að allir þurfa að vera allsgáðir í Þrautabrautinni.
Risarólan er 12m há og sú hæsta á Íslandi. Við hífum þig upp í þá hæð sem þú vilt og þú togar í spottann…ekki missa af þessu.
Staurinn er 10m há krefjandi áskorun sem gleymist seint. Þú klifrar upp,
stendur á toppnum og stekkur fram af…ef þú þorir.
Á staðnum eru sérþjálfaðir leiðbeinendur og eru þeir ávallt til taks ef þarf.
ADRENALÍNGARÐURINN ER Á NESJAVÖLLUM Í 35 MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK
Adrenalíngarðurinn er staðsettur á Nesjavöllum, um einn km frá Nesjavallavirkjun.
Stysta leiðin í Adrenalíngarðinn frá Reykjavík er um Nesjavallaleið og tekur u.þ.b. 35 mín. í akstri:
Akið eftir Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, frá Reykjavík í átt að Selfossi fram hjá Rauðavatni. Um 3 kílómetrum frá Rauðavatni er beygt til vinstri inn á Nesjavallaleið, veg 435, og ekið sem leið liggur veginn á enda. Þegar komið er niður af Henglinum þá er beygt til hægri inn á veg 360 og svo aftur til hægri eftir 1 km inn á afleggjarann inn að Nesjavallavirkjun.
Frá Höfðabakkabrú eru 38 km á Nesjavelli.